Gleymdist lykilorðið ?

Svartur á leik

Frumsýnd: 2.3.2012
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Spenna
Lengd: 1h 44 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Svartur á Leik er byggð á samnefndri metsölubók eftir Stefán Mána. Kvikmyndin lýsir atburðum sem gerast undir síðustu aldamót, þegar íslenskir undirheimar gengu í gegnum mikið umbreytingaskeið. Myndin er að miklu leiti byggð á sönnum atburðum.

Stebbi psycho (Þorvaldur Davíð Kristjánsson) flækist inn í heim eiturlyfja og glæpa í gegnum Tóta (Jóhannes Haukur Jóhannesson), æskuvin sinn frá Ólafsvík. Tóti hóf ferilinn sem handrukkari fyrir Jóa „Faraó“ sem er búinn að vera stærsti eiturlyfjasali Íslands síðan á 8. áratugnum. Í félagi við hinn skuggalega Brúno (Damon Younger), ákveður Tóti að stíga skrefið til fulls og taka yfir eiturlyfjamarkaðinn. Stebbi er skyndilega kominn í hringiðu atburða sem hann hefur enga stjórn á…

Þessi fyrsta kvikmynd leikstjórans Óskars Þórs Axelssonar er glæpamynd sem sver sig í ætt við Goodfellas og Pusher-myndirnar, en leikstjórinn Nicolas Winding Refn, er einmitt meðframleiðandi að Svartur á Leik.