Gleymdist lykilorðið ?

Men In Black 3

Frumsýnd: 25.5.2012
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd, Hasar, Vísindaskáldskapur
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
|

J (Smith) hefur séð ýmislegt undarlegt á þeim 15 árum sem hann hefur unnið fyrir Mennina í Svörtu, en fátt ruglar hann meira í ríminu en háðskur og fámáll félagi hans, K (Jones). Þegar lífi K og örlögum plánetunnar er stefnt í hættu, verður J að ferðast aftur í tímann til þess að tryggja að allt fari ekki í óefni. J kemst að því að til eru ýmis leyndarmál um alheiminn sem K sagði honum aldrei frá - leyndarmál sem koma fram í dagsljósið þegar hann slæst í lið með yngri útgáfu af K (Brolin) til að bjarga félaga sínum og mannkyninu öllu.