Gleymdist lykilorðið ?

Seeking a Friend for the End of the World

Seeking a Friend for the End of the World , 2012

Frumsýnd: 10.8.2012
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gamanmynd, Drama, Rómantík
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Smástirni nálgast jörðu og mun skella á henni eftir þrjár vikur.

Endalok lífsins eru framundan. Hvað gera menn?

Það eru þau Steve Carell og Keira Knightley sem fara með aðalhlutverkin í þessari rómantísku mynd sem er full af húmor en byggir þó á þeirri grafalvarlegu staðreynd að bæði þau og allir aðrir eiga bara nokkra daga eftir ólifaða. Myndin hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda jafnt sem almennra áhorfenda, þykir afbragðsvel leikin og handritið frábært, en það er eftir Lorene Scafaria sem einnig leikstýrir.

Myndin hefst á tilkynningu um að síðasta tilraun geimvísindamanna til að afstýra árekstri jarðar við smástirni hafi mistekist. Heimsendir verður eftir þrjár vikur.

Þetta fær auðvitað alla til að velta því fyrir sér hvernig skuli nota síðustu dagana. Eigum við bara að halda áfram að gera það sem við höfum alltaf gert eða eigum við að gera eitthvað sérstakt? Dodge, sem Steve Carell leikur, velur síðari kostinn. Hann ákveður að eyða síðustu dögunum í að hafa uppi á æskuástinni sinni og um leið stóru ástinni í lífi sínu. Nágranni hans, Penny, sem Keira leikur, þráir hins vegar heitast að komast til fjölskyldu sinnar sem býr í Englandi.

Svo fer að þau ákveða að hjálpa hvort öðru að láta síðasta drauminn

rætast og halda í viðburðaríkt ferðalag ...

FRÓÐLEIKSMOLAR• Þetta er fyrsta mynd Lorene Scafaria sem leikstjóra en hún á að baki nokkur handrit, þar á meðal myndarinnar góðu, Nick and Norah’s Infinite Playlist.

• Nancy Carell, sem leikur eiginkonu Dodge, er eiginkona Steve Carells í raunveruleikanum.

Leikstjóri: Lorene Scafaria