Gleymdist lykilorðið ?

Hit and Run

Frumsýnd: 31.8.2012
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Rómantík
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Hit and Run er gamansöm spennumynd um dæmdan mann sem stingur af frá skilorði til að koma unnustu sinni á mikilvægan fund í Los Angeles. Það eru þau Dax Shepard, Kristen Bell, Bradley Cooper, Kristin Chenoweth, Tom Arnold og Beau Bridges sem fara með aðalhlutverkin í Hit and Run, en hún er skrifuð af aðalleikaranum, Dax Shepard, og er leikstýrt af honum og David Palmer.

Charlie Bronson er viðkunnanlegur náungi með þann fortíðarvanda á bakinu að hafa tekið þátt í bankaráni ásamt nokkrum félögum sínum. Charlie var ökumaðurinn og svo virðist sem félagar hans kenni honum um að þeir voru teknir. Charlie er nú á skilorði undir eftirliti lögreglumanns sem Tom Arnold leikur. Sá vill endilega fylgjast náið með sínum manni því hann grunar að Charlie viti hvar hluti af ránsfengnum, sem kom aldrei í leitirnar, er niðurkominn.

Charlie er hins vegar kominn með kærustu sem á hug hans allan og hann vill allt fyrir gera. Þegar hún segir honum að hún þurfi að mæta á mikilvægan fund í Los Angeles ákveður Charlie að aka henni þangað, jafnvel þótt það kosti brot á skilorðinu. Hann leggur því af stað með lögguna á eftir sér og ekki batnar staðan þegar fyrrverandi félagar hans og glæpanautar bætast í hópinn ...