Gleymdist lykilorðið ?

Frozen Sing Along

Frozen-Sing Along, 2012

Frumsýnd: 13.12.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 48 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Teiknimyndin Frosinn er að hluta til byggð á hinu víðfræga ævintýri Hans Christians Andersen, Snædrottningunni, og er eitthvert metnaðarfyllsta verkefni Disney til þessa.

Það er Óskarsverðlaunahafinn John Lassetter sem stýrir framleiðslu myndarinnar, en hann er maðurinn á bak við margar af bestu og vinsælustu teiknimyndum kvikmyndasögunnar eins og t.d. Toy Storymyndirnar. Gríðarleg vinna og metnaður hefur verið lagður í gerð Frosinn og bendir allt til að myndin eigi eftir að njóta mikilla vinsælda.

Frosinn er eins og áður sagði að hluta til byggð á ævintýri Hans Christians Andersen, Snædrottningunni, en það er að margra mati ein allrabesta saga hans og um leið ein sú viðamesta. Hún fjallar að grunni til um baráttuna á milli góðs og ills en aðalpersónurnar eru ungur maður og ung kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í mikið ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís.

Þeim til aðstoðar eru ýmsar skemmtilegar persónur, þ. á m. gáfum gætt hreindýr og orðheppni snjókarlinn Ólafur sem er mörgum og óvæntum hæfileikum gæddur og á sannarlega eftir að reynast þeim Önnu og Kristjáni nytsamur haukur í horni ...

Íslenskar leikraddir:

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Bergur Ingólfsson og fleiri

Ensku leikraddirnar: Kirsten Bell, Idina Menzel, Jonathan Groff, Josh Gad, Santino Fontana og Alan Tudyk.

• Sviðsmyndin í Frosinn er byggð á landslagi Noregs, en þangað voru teiknarar myndarinnar sendir um hávetur til að átta sig sem best á því hvernig umhverfið væri ef allt væri fennt í kaf og frosið.

• Frosinn verður bæði sýnd með enskri og íslenskri talsetningu og þess má geta að í lok myndarinnar, eftir að kredittextarnir hafa runnið sitt skeið á enda, er eitt lítið atriði eftir!