Gleymdist lykilorðið ?

Ávaxtakarfan

Frumsýnd: 1.9.2012
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Tónlistarmynd, Fjölskyldumynd, Leikrit
Lengd: 1h 10 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Ávaxtakarfan - Bíóskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Loksins er þessi ástsæla saga eftir Kikku (Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur), með tónlist Þorvaldar Bjarna, að koma í bíó. Farið er um víðan völl í Ávaxtakörfunni og áhorfendur fá að sjá staði sem aldrei hafa verið opnir almenningi áður, eins og Mygluholuna ógurlegu.

Ávaxtakarfan og íbúar hennar birtast hér í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu og í bíóskemmtuninni eru öll gömlu góðu lögin og uppátæki sem ekki hafa sést hjá þeim áður. Hver vill til dæmis missa af æsispennandi meistarakeppni í ávaxtakörfubolta?

Mæja jarðarber heldur Ávaxtakörfunni hreinni, Rauða eplið heldur öllu í röð og reglu, Græni bananinn heldur að vinstri sé hægri. Immi ananas heldur mest uppá sjálfann sig og bíður eftir að kórónan komi með póstinum svo hann geti krýnt sjálfann sig konung. Eva appelsína heldur ekki vatni yfir spegilmynd sinni og sussar á Pöllu og Podda perur sem eru orðin enn meiri prakkarar en áður. Guffi banani og Græni bananinn halda áfram að marsera um alla Ávaxtakörfuna og missa ekki taktinn. Gedda gulrót er alltaf glöð, þrátt fyrir mótlætið og heldur því fram að það sé ekkert eðlilegra en að grænmeti búi í Ávaxtakörfunni.

Leikarar: Ólöf Jara Skagfjörð, Matthías Matthíasson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Atli Óskar Fjalarsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Fannar Guðni Guðmundsson og Birgitta Haukdal

Leikstjóri: Sævar Guðmundsson