Gleymdist lykilorðið ?

The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 2

Frumsýnd: 16.11.2012
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Ævintýri
Lengd: 1h 55 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Twilight Breaking Dawn Part 2 - Sagan Endar

Lokamyndin af ævintýrum Bellu, Edwards og Jacobs er við það að ljúka í einni stærstu kvikmyndaseríu allra tíma.

Bella Swan er nú orðin vampíra og kann vel að meta og nýta sér þá ofurmannlegu krafta sem í því felast. Um leið eru hún og Edward orðin stoltir foreldrar litlu stúlkunnar Renesmee, en fæðingu hennar er ekki jafn vel fagnað alls staðar.

Í kjölfarið á ósönnum ásökunum átta þau Bella og Edward sig á því að þau munu innan skamms þurfa að verja bæði eigið líf og líf Renesmee og að eina leiðin til þess sé að safna saman þeim sem standa þeim næst og fá þau til að berjast sér við hlið.