Gleymdist lykilorðið ?

Life of Pi

Frumsýnd: 21.12.2012
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Ævintýri, Fjölskyldumynd, Jólamynd
Lengd: 2h 07 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
|

Hér er á ferðinni kvikmyndaviðburður fyrir alla aldurshópa eftir Ang Lee, leikstjóra „Brokeback Mountain“ og „Crouching Tiger, Hidden Dragon“.

Myndin fjallar um ungan mann á afdrifaríku ferðalagi sem lendir í stórkostlegum ævintýrum og gerir merkar uppgötvanir. Hann kemst einn af úr skipsskaða úti á reginhafi og hafnar í björgunarbáti ásamt skelfilegu Bengal-tígrisdýri sem hann nær óvænt tengslum við. Myndin er gerð eftir Bookerverðlaunabók Kanadamannsins Yanns Martel en bókin hefur farið sigurför um heiminn og slegið í gegn m.a. á Íslandi í þýðingu Jón Halls Stefánssonar.