Parker+Gangster Squad tvennu-forsýning
Lengd: 4h 05 min
Útvarpsstöðin K100,5 í samstarfi við Sambíóin bjóða ykkur upp á tvöfalda forsýningu á hasarmyndunum PARKER og GANGSTER SQUAD klukkan 22:00 í sal 1 í Álfabakka, föstudaginn 18. janúar.
Um að ræða tvær grjótharðar gaura-myndir; Annars vegar PARKER -þar sem Jason Statham leikur þjóf sem er illa svikinn af félögum sínum og hyggur á hefndir - og hins vegar GANGSTER SQUAD, þar sem stórstjörnur takast á í einni flottustu gangster mynd síðustu ára.
Myndirnar eru sýndar án truflunar, en hlé er á milli mynda. Sýningartími er áætlaður um það bil 4klst og 15 mínútur alls.
Miðinn er á 2.000 kr, sem er ódýrara en ef þú færir á myndirnar í sitthvoru lagi. Það gerist varla flottari en þetta!