Þetta Reddast
Lengd: 1h 33 min
Þetta Reddast! er realískt gamandrama sem fjallar ungan blaðamann sem meinar vel en á í vandræðum með áfengi. Hann er í góðri vinnu og í sambandi við góða kærustu en því miður að þá stýrir hann ekki lífi sínu, heldur áfengið, og þá skipta góðar meiningar litlu máli. Eftir að vera kominn á tæpasta vað hjá kærustunni, finnur hann upp á því snilldarráði að bjarga sambandinu með því að bjóða henni í rómantíska ferð á Búðir þarsem friður og ró Snæfellsjökuls getur komið inní sambandið og þau náðu ástum og trausti á nýjan leik. En sömu helgi er hann kominn á síðasta séns í vinnunni og ritstjórinn sendir hann uppá Búrfellsvirkjun til að gera úttekt á virkjuninni. Hann ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og býður kærustunni sinni í rómantíska vinnuferð uppá Búrfellsvirkjun.
Á háspennusvæðinu við virkjunina taka hlutirnir óvænta stefnu. Háspenna var kannski ekki það sem þetta samband þurfti á að halda...