Gleymdist lykilorðið ?

Side Effects

Frumsýnd: 5.4.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama
Lengd: 1h 46 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Nýjasta og að öllum líkindum síðasta mynd leikstjórans Steven Soderbergh (Erin Brockovich, Contagion og Ocean's-myndirnar) segir frá því þegar líf ungar konu að nafni Emily Taylor fer smátt og smátt að fara úr böndunum. Hún leitar beint til geðlæknis og fara vandamálin þá að skýrast, en þau tengjast eiginmanni hennar sem er nýkominn úr fangelsi og á skilorði. Lyfin sem geðlæknirinn lætur Emily fá hafa aftur á móti svakalegar aukaverkanir. Með aðalhlutverk fara Rooney Mara, Channing Tatum, Jude Law og Catherine Zeta-Jones.