Gleymdist lykilorðið ?

Warm Bodies

Frumsýnd: 15.2.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Hryllingur, Rómantík
Lengd: 1h 37 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Rómantísk Gamanmynd Með Hrollvekjandi Ívafi

Warm Bodies er frábær mynd með aldeilis hressandi söguþræði en myndin fjallar um þegar að uppvakningar eru orðnir að meirihluta á jörðinni og veiða uppvakningarnir hina lifandi sér til matar. Aðalpersónan er R og dag einn þegar að hann og vinir hans eru í veiðiferð þá rekst hann á unga stúlku sem heitir Julie, R finnur einhverjar undarlegar tilfinningar gagnvart Julie og bjargar hann henni frá dauða. Næsrtu daga þróast með þeim undarlegt samband sem hefur í för með sér óvæntar afleiðingar.

Myndin er að fá stórgóða dóma enda er þetta mjög svo fersk mynd með skemmtilegum söguþræði og kemur hún svo sannarlega skemmtilega á óvart. En Warm Bodies stökk beint í toppsætið vestanhafs þessa helgi. Myndin er byggð á smásögu eftir höfundinn Isaac Marion og kom bókin út snemma árs 2010 en með aðalhlutverkin í þessari stórfínu mynd fara Nicholas Hoult, Teresa Palmer, John Malkovich, Rob Corddry og Analeigh Tipton