Gleymdist lykilorðið ?

Stand Up Guys

Frumsýnd: 22.11.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Ævisaga
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Sérlega góð og gamansöm mynd þar sem þeir Al Pacino, Christopher Walken og Alan Arkin fara á kostum sem fyrrverandi glæpafélagar sem hittast á ný eftir 28 ára aðskilnað. Stand Up Guys gerist á 24 klukkustundum og hefst á því að Val (Al Pacino) fær frelsi sitt að nýju eftir að hafa dúsað á bak við lás og slá í 28 ár fyrir vopnað rán. Á móti honum tekur vinur hans Doc (Christopher Walken) og er óhætt að segja að fagnaðarfundir verði með þeim félögum. Þeir ákveða að halda upp á endurfundina með því að rifja upp gamla takta og mála bæinn rauðan. Eitt af því sem þeir gera er að hafa uppi á þriðja félaganum, Hirsch (Alan Arkin). Sá var ökumaðurinn í ráninu sem Val var dæmdur fyrir á sínum tíma, en dvelur nú með öndunargrímu á elliheimili. Það hvílir hins vegar skuggi yfir gleðinni. Glæpaforinginn Claphands (Mark Margolis) hefur nefnilega fyrirskipað Doc að drepa Val fyrir klukkan 10 árdegis næsta dag ella muni Doc sjálfur deyja. Þetta setur Doc að sjálfsögðu í mikinn vanda, ekki síst vegna þess að Val veit hvað stendur til ..

• Leikstjóri myndarinnar, Fisher Stevens, er sjálfur nokkuð vel þekktur leikari enda verið að síðan 1984. Á síðari árum hefur hann snúið sér meira að gerð eigin mynda og hlaut m.a. Óskarsverðlaunin árið 2009 fyrir hina mögnuðu heimildar-mynd sína The Cove.

• Stand Up Guys var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir lagið Not Running Anymore sem flutt er af Jon Bon Jovi.