Gleymdist lykilorðið ?

21 and over

Frumsýnd: 15.3.2013
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 33 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Jeff Chang (Justin Chon sem lék Eric í Twilight-myndunum) á sem sagt 21. árs afmæli og er þar með endanlega kominn í fullorðinna manna tölu. Jeff langar auðvitað til að fagna þessum áfanga en verður að sitja á sér því hann á að mæta í mikilvægt inntökupróf klukkan 8 morguninn eftir. Á því má hann alls ekki klikka ef hann vill ekki verða fjölskyldu sinni, sér í lagi föður sínum, til skammar.

Félagar hans, þeir Casey (Skylar Astin - Pitch Perfect) og Miller (Miles Teller - Footloose, Project X), eru hins vegar ekki á því að sleppa tækifærinu til að skemmta sér ærlega og tekst að fá Jeff til að koma með út á lífið, þó ekki nema til að fá sér eins og einn bjór. Þar með rúllar boltinn af stað ...