Gleymdist lykilorðið ?

Oblivion

Frumsýnd: 9.5.2013
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Lengd: 2h 05 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Heimurinn er í rústum eftir áratugalangt stríð við andstæðinga sem nefnast "hrææturnar," og mannfólkið er í óða önn að safna nauðsynlegum náttúruauðlindum af yfirborði jarðar. Jack Harper (Cruise) er einn fárra manna sem búa ennþá á yfirborðinu, og starf hans er að sjá um viðgerðir á hröpuðum könnunarloftförum. Einn daginn, þegar Jack bjargar fallegri og framandi stúlku úr hröpuðu geimfari, hrindir hann af stað atburðarrás sem mun hafa afdrifarík áhrif á örlög mannkyns.