Gleymdist lykilorðið ?

Epic

Frumsýnd: 31.5.2013
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 42 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Mögnuð teiknimynd sem segir frá unglingsstúlkunni Mary, sem finnur undarlegt tré með glóandi laufblöðum. Eitt þeirra losnar af trjágrein sinni og Mary grípur það áður en það fellur til jarðar. Í sömu andrá skreppur hún saman þangað til að hún er orðin agnarsmá. Um svipað leyti rekst hún á hóp stríðsmanna sem kalla sig Laufmennina. Nú neyðist Mary til að slást í hópinn með þeim og taka þátt í stríði við erkifjendur þeirra og illan leiðtoga þeirra.