Now You See Me
Lengd: 1h 55 min
Einn óvæntasti smellur sumarsins Now You See Me verður frumsýnd miðvikudaginn 5. júní.
ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ SÉRÐ ÞVÍ MINNA MUNTU VITA
Hópur eitursnjallra töframanna fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda. Hvernig var þetta gert?
Það er stór hópur kunnra leikara sem fer með aðalhlutverkin í þessari nýjustu mynd leikstjórans Louis Leterrier sem á að baki myndir eins og Clash of the Titans, The Incredible Hulk og Transformer-myndirnar.
Þau Michael, Jack, Merritt og Henley eru töframenn sem hafa myndað töfragengið The Four Horsemen og sett á svið magnaða sýningu í Vegas sem fær áhorfendur til að standa á öndinni. Í lok atriðisins tilkynna þau agndofa áhorfendum að nú muni þau fremja bankarán í Evrópu og ekki nóg með það heldur ætla þau að láta áhorfendur njóta peningana sem skömmu síðar tekur hreinlega að rigna yfir salinn.
FBI-lögreglumanninum Dylan Hobbs er falið að rannsaka málið en hann rekur sig strax á veggi því honum er gjörsamlega ómögulegt að skilja, og því síður sanna, hvernig fjórmenningarnir sem staddir voru í Las Vegas og fyrir allra augum gætu hafa framið bankarán á sama tíma í annarri heimsálfu.
En hér er auðvitað ekki allt sem sýnist ...