Gleymdist lykilorðið ?

The Lone Ranger

Frumsýnd: 3.7.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Sumarmyndir
Lengd: 2h 29 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

RÉTTLÆTIÐ MUN SIGRA

Indíáninn Tonto rifjar upp söguna af því þegar lögreglumaðurinn John Reid breyttist í réttlætishetjuna The Lone Ranger sem ekkert fær grandað. The Lone Ranger er gerð af sama fólki og gerði myndirnar um sjóræningjana í Karíbahafi, þeim Jerry Bruckheimer sem framleiðir, leikstjóranum Gore Verbinski og handritshöfundunum Terry Rossio og Ted Elliot, sem einnig eru höfundar sögunnar ásamt Justin Haythe (Snitch). Það ætti því að vera óhætt að lofa fólki toppskemmtun þar sem grínið og hasarinn eru í fyrirrúmi ásamt óviðjafnanlegum kvikmyndabrellum.

Segja má að The Lone Ranger sé ein af fyrstu ofurhetjunum, en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1933 og var sköpunarverk rithöfundarins Franks Striker. Þessi Zorro Texasríkis og félagar hans, indíáninn Tonto og ofurhesturinn Silver, vöktu fljótlega mikla athygli fyrir vasklegar hetjudáðir og hafa sögurnar um ævintýri þeirra notið mikilla vinsælda allar götur síðan.

The Lone Ranger, sem er þjóðhátíðarmynd Bandaríkjanna í ár, verður heimsfrumsýnd hér á landi þann 3. júlí og gefst íslenskum bíógestum því kostur á að verða á meðal þeirra fyrstu sem sjá hana. Mætið bara með góða skapið og skemmtið ykkur vel!