Gleymdist lykilorðið ?

Pacific Rim

Frumsýnd: 17.7.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Sumarmyndir
Lengd: 2h 12 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Nýjasta mynd Guillermos Del Toro er magnað sjónarspil og ævintýri sem segir frá baráttu manna við risastór skrímsli úr iðrum jarðar.

Þegar fyrsta skrímslið reis úr sæ og lagði San Francisco í rúst vissi enginn hvað var að gerast. Brátt tóku fjölmörg slík skrímsli að herja á borgir manna og ljóst varð að tilgangur þeirra var að taka yfir allar orkubirgðir jarðarinnar og útrýma mannfólkinu um leið.

Til að berjast við þessa hrikalegu ógn var svokallaðri Jaegeráætlun hrundið í framkvæmd, en hún snerist um smíði risastórra vélmenna sem áttu að geta barist við skrímslin og haft sigur. Í fyrstu virtist áælunin ætla að ganga upp en síðan seig allt á ógæfuhliðina á nýjan leik.

Nú er svo komið að stríðið við skrímslin er nánast tapað og þeir sem berjast fyrir hönd manna eiga aðeins eitt úrræði eftir