Gleymdist lykilorðið ?

Falskur Fugl

Frumsýnd: 19.4.2013
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Drama
Lengd: 1h 23 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Falskur fugl gerist yfir jól, þegar svartasta skammdegið er ríkjandi á Íslandi og raunveruleikinn getur verið hvað hráslagalegastur. Í kjölfar sjálfsmorðs bróður síns má segja að veröld Arnalds hrynji og um leið tvístrar harmleikurinn fjölskyldu hans.

Arnaldur höndlar ekki bróðurmissinn, situr uppi með fjölmargar spurningar en engin svör og leiðist út í óreglu sem á ekki eftir að bæta líf hans.