Gleymdist lykilorðið ?

Gambit

Frumsýnd: 24.7.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 29 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
|

ÞAÐ VERÐUR ENGINN ÓBARINN BISKUP

Nýjasta grínmynd Coen bræðra - Gambit verður frumsýnd í Sambíóunum 24.júlí. Ótrúlega flottir leikarar í helstu hlutverkum sbr. Colin Firth, Cameron Diaz, Alan Rickman og Stanley Tucci ættu að tryggja að fólk skemmti sér konunglega.

Harry er búinn að fá yfir sig nóg af hinum hrokafulla og innilega leiðinlega yfirmanni sínum og ákveður að plata hann með því að selja honum falsað málverk.

Það eru þau Colin Firth, Cameron Diaz og Alan Rickman sem fara með aðalhlutverkin í þessari kostulegu gamanmynd leikstjórans Michaels Hoffman sem gerð er eftir handriti Coenbræðranna Joels og Ethans. Að auki leikur í myndinni valinkunnur hópur gæðaleikara með þau Stanley Tucci, Cloris Leachman og Tom Courtenay fremst í flokki.

Harry Dean starfar fyrir ríkasta mann Englands, hinn sérlundaða og vægast sagt léttgeggjaða Lionel Shahbandar sem notar fólk eins og dyramottur. Af því er Harry búinn að fá sig fullsaddan og ákveður að hrinda í gang áætlun sem hann er með í kollinum og snýst um að svíkja fé út úr karlinum.

Til að áætlunin gangi upp þarf Harry að spenna gildruna og það er um það bil þá sem hún byrjar að fara úrskeiðis...