Gleymdist lykilorðið ?

The Heat

Frumsýnd: 10.7.2013
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman, Hasar
Lengd: 1h 57 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Tvær lögreglukonur sem eru eins ólíkar og svart og hvítt, bæði í útliti og háttum, neyðast til að vinna saman og um leið þola hvor aðra. Þær Sarah og Shannon beita mismunandi aðferðum í starfi og virðast við fyrstu sýn ekki eiga neitt sameiginlegt, enda kemur þeim ekki beint vel saman þegar þær hittast í fyrsta skipti. Hins vegar eiga þær það sameiginlegt að enginn vill vinna með þeim og ekki nóg með það heldur á hvorug þeirra neina vini. Að para þær saman við úrlausn eiturlyfjamáls er því kannski ekki góð hugmynd ... og þó?