Gleymdist lykilorðið ?

The Wolverine

Frumsýnd: 24.7.2013
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Lengd: 2h 06 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Ásóttur af eigin fortíð, þjakaður af sársauka og söknuði vegna þeirra sem hann hefur misst, hefur Logan verið í felum frá umheiminum í eitt ár. En hann er ekki gleymdur. Hugh Jackman snýr hér aftur í hlutverki hins stökkbreytta James Howlett, sem er betur þekktur sem Logan, eða hinn ofurmannlegi Wolverine, en hann er ekki bara óviðjafnanlegur bardagamaður heldur læknar líkami hans sig sjálfur af öllum sárum á örskotshraða. Þessi eiginleiki Wolverines gerir hann ekki bara ósigrandi heldur líka ódauðlegan.

Í eitt ár hefur Wolverine látið lítið fyrir sér fara í afskekktu fjallaþorpi og óskar þess eins að fá að vera í friði. Þær óskir verða hins vegar að engu þegar japönsk stúlka sem hefur lengi leitað hans fær hann til að koma með sér til Japans að hitta yfirmann sinn, en sá á Logan lífið að launa og ætlar að gera honum afar sérstakt, en um leið banvænt tilboð.

The Wolverine gerist eftir atburðina í X-Men: The Last Stand, en í þeirri mynd dó Jean Gray eða Phoenix eins og hún nefnist líka. Hún kemur samt við sögu í draumum Logans í þessari mynd.

Hugh Jackman kom sér á sex mánuðum í nánast ofurmannlegt form fyrir gerð þessarar myndar og naut til þess m.a. leiðbeininga Dwayne Johnsons. Sjálfur segir Hugh að honum hafi aldrei fundist hann vera í alveg nógu góðu formi til að leika Wolverine fyrr en núna. Hugh Jackman leikur hinn stökkbreytta Logan í sjötta sinn í The Wolverine.

Leikstjóri: James Mangold