Eugene Onegin (Tchaikovsky)
Eugene Onegin (2013), 2013
Frumsýnd:
5.10.2013
Dreifingaraðili:
SAMfilm
Tegund:
Ópera
Lengd: 4h 04 min
Lengd: 4h 04 min
Aldurstakmark:
Leyfð
Anna Netrebko og Mariusz Kwiecien fara með hlutverk hinnar ástríku Tatjönu og hins hrokafulla Onegíns í rómantísku stórverki Tsjajkovskís. Í nýrri sviðsetningu Deboruh Warner er atburðarásin færð til loka 19. aldar. Sagan færist úr sveitabænum yfir í veislusalinn og kraftmikill snjóbylur veitir dramatíska umgjörð fyrir lokaþáttinn. Piotr Beczala fer með hlutverk Lenskís, fyrrum vinar Onegíns, sem verður hans helsti andstæðingur. Rússneski meistarinn Valery Gergiev stjórnar hljómsveitinni.
Leikstjóri:
Valery Gergiev
Leikarar:
Anna Netrebko,
Mariusz Kwiecien