Gleymdist lykilorðið ?

Paranoia

Frumsýnd: 13.9.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Spenna
Lengd: 1h 46 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Harrison Ford, Liam Hemsworth, Gary Oldman og Amber Heard fara með aðalhlutverkin í fléttutryllinum Paranoia sem ætti að hitta beint í mark hjá íslensku kvikmyndaáhugafólki.

Paranoia er gerð af leikstjóranum Robert Lucetic (21, The Ugly Truth) eftir handriti þeirra Barrys Levy og Jasons Dean Hall, sem byggt er á samnefndri metsölubók Josephs Finder. Þetta er sannkölluð fléttumynd um leik kattanna að músinni sem neyðist til að snúast til varnar gegn ofureflinu.

Liam Hemsworth leikur hér ungan mann, Adam Cassidy, sem hefur mikla hæfileika á tæknilega sviðinu en vantar tækifæri og peninga til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Dag einn hleypur á snærið hjá honum þegar honum er boðin vinna hjá öflugu hátæknifyrirtæki í eigu Nicholas Wyatt sem Gary Oldman leikur. En glansinn fer af starfinu þegar í ljós kemur að hinn siðspillti Nicholas vill að Adam gerist njósnari sinn hjá samkeppnisfyrirtæki sem rekið er af hinum snjalla viðskipta- og uppfinningamanni Jock Goddard (Harrison Ford).

Í fyrstu vill Adam ekkert með þetta hafa, enda um kolólöglegar iðnaðarnjósnir að ræða sem gætu landað honum í fangelsi til fjölda ára ef upp um þær kæmist. En peningarnir heilla og svo fer að Adam ákveður að láta vaða en er innan skamms kominn í mestu vandræði lífs síns ...