Gleymdist lykilorðið ?

Mud

Frumsýnd: 11.9.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, kvikmyndadagar
Lengd: 2h 10 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Kvikmyndin Mud er eftir leikstjórann Jeff Nichols (Take Shelter) og hefur henni m.a. verið lýst sem nútímaútgáfu af sögu sem hefði getað verið eftir Mark Twain. Jeff skrifar sjálfur handritið og hefur myndin hlotið afburðadóma, bæði sagan og ekki síður stórleikur Matthews McConaughey og hinna ungu mótleikara hans, Tyes Sheridan og Jacobs Lofland.

Mud gerist við Mississippifljót. Tveir fjórtán ára piltar, þeir Ellis og Neckbone, uppgötva að í eyju úti í ánni hefur flóttamaður sem kallar sig Mud falið sig. Í ljós kemur að hann er eftirlýstur fyrir morð en það sem honum sjálfum er efst í huga er að hitta aftur unnustu sína, Juniper.

Svo fer að óvenjuleg vinátta myndast á milli flóttamannsins og piltanna tveggja sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir þá alla og aðra sem við sögu koma.

**** Empire

• Mud var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes.