Malavita
Lengd: 1h 51 min
Myndin fjallar um mafíuforingjann Giovanni Manzoni sem gerist heldur lausmáll og fer fyrir vikið á dauðalista mafíunnar. Til að bjarga sér og fjölskyldunni gengur hann til liðs við vitnavernd alríkislögreglunnar þar sem leyniþjónustumaðurinn Stansfield (Tommy Lee Jones) fær það vanþakkláta hlutverk að finna honum og fjölskyldu hans skjól. Það gengur fremur illa, uns ákveðið er að senda fjölskylduna með mikilli leynd til lítils bæjar í Frakklandi. Vandamálið er að þó að Giovanni (sem notar nú nafnið Fred Blake) og fjölskylda hans hafi verið gerð brottræk úr mafíunni þá verður mafían ekki svo auðveldlega rekin úr þeim og innan fárra daga í frönsku kyrrðinni hafa þau öll gert einhvern makalausan óskunda í bænum...