Prisoners
Lengd: 2h 33 min
Prisoners eftir kanadíska leikstjórann Denis Villeneuve er í einu orði sagt stórkostleg kvikmynd sem má alls ekki fara fram hjá neinum sem kann að meta góða kvikmyndagerð.
Myndin var frumsýnd 6 á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hlaut frábærar viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda sem segja margir hverjir að hún sé besta mynd ársins hingað til. Í aðalhlutverkum eru þau Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Melissa Leo og Paul Dano og þykja þau öll sýna ekkert minna en snilldarleik.
Dover-fjölskyldan og Birch-fjölskyldan eru nágrannar og vinir sem búa í úthverfi í New York og tilheyra millistéttinni. Hvor hjón fyrir sig eiga tvö börn, þar af tvær sex ára stúlkur.
Á þakkargjörðardaginn fer Dover-fjölskyldan í matarboð til Birch-hjónanna og barna þeirra. Eftir mat kemur í ljós að ungu dæturnar tvær eru horfnar og ekki líður á löngu uns fjölskyldurnar átta sig á því að þeim hefur verið rænt.
Lögreglan mætir á staðinn undir forystu rannsóknarlögreglumannsins Loka og fær strax vísbendingu um hver það hefur verið sem nam telpurnar á brott. Sá aðili er handtekinn en við rannsókn kemur ekkert í ljós sem bendlar hann við hvarf stúlknanna þótt hegðun hans sé frekar grunsamleg. En sagan er rétt að byrja ...