Disconnect
Lengd: 2h 12 min
Disconnect er gríðarlega áhrifamikil mynd sem líður áhorfendum seint úr minni. Handritið þykir hreinasta snilld og kallar fram það besta í leikurunum sem fara allir með tölu á kostum í hlutverkum sínum. Utan um þetta heldur síðan leikstjórinn, Henry Alex Rubin, af miklu öryggi og færir okkur bíótöfra sem allt kvikmyndaáhugafólk ætti að upplifa.
Hér eru sagðar þrjár aðskildar sögur sem tengjast ýmsum þráðum og enda sem ein heild. Fyrsta sagan er um lögfræðing sem áttar sig á því að sonur hans er orðinn fórnarlamb skelfilegs eineltis eftir að hafa opinberað sig á spjallrás. Um leið kynnumst við drengnum sem stendur fyrir eineltinu og föður hans sem er fyrrverandi lögreglumaður.
Önnur sagan er um ung hjón sem verða fyrir því að bankareikningar þeirra eru tæmdir. Þriðja sagan er síðan um blaðakonu sem gerir alvarleg mistök þegar hún reynir að skrifa sögu um ungan mann sem selur sig á netinu ...
Disconnect er fyrsta bíómynd leikstjórans Henrys Alex Rubin, en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmyndina frábæru Murderball árið 2006. Myndin er einnig fyrsta bíómynd handritshöfundarins Andrews Stern og kæmi ekki á óvart ef handrit hans yrði tilnefnt til Óskarsverðlauna, svo og jafnvel myndin sjálf sem ein besta mynd ársins 2013.
Heilbrotinn fjallar um ungan 18 ára dreng sem fær geðrof. Í fyrstu tekur enginn eftir neinu en svo þegar foreldra hans átta sig fara þau með hann á geðdeild þar sem drengurinn þarf að treysta því að það sem foreldrar hans og læknirinn segja sé í raun satt. Að hann sé með ranghugmyndir. Sú mynd er aðeins 20 mínútur. Þar er Bergþór sem leikur sig sjálfan og hann hefur fengið flotta umfjöllum frá okkar bestu leikurum landsins en í Heilabrotum leikur hann á móti mörgum flottum íslenskum leikurum.