Gleymdist lykilorðið ?

The Fifth Estate

Frumsýnd: 22.11.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama
Lengd: 2h 08 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

The Fifth Estate fjallar um uppljóstranir Julians Assange og samstarfsfólks hans á vefsíðunni Wikileaks og titringinn sem þær uppljóstranir ollu og valda enn. Það er Óskarsverðlaunahafinn Bill Condon (Dreamgirls, Kinsey, Gods and Monsters) sem leikstýrir myndinni sem er byggð upp sem pólitískur spennutryllir.Benedict Cumberbatch leikur Julian Assange sem varð heimsfrægur í kjölfar uppljóstrana Wikileaks, ekki síst eftir að Bradley Manning lak gögnum til hans, m.a. hinu óhugnanlega myndbandi af árás bandarískra hermanna á varnarlaust fólk í Bagdad. Þetta myndband ásamt öðrum leynigögnum olli m.a. gríðarlegum titringi í stjórnkerfi Bandaríkjanna þar sem litið var á gagnalekann sem glæp og ógnun við öryggi þjóðarinnar. Stiklan úr The Fifth Estate lofar vægast sagt góðu og myndin á vafalaust eftir að halda hátt á lofti umræðunni um hvort birting á trúnaðargögnum sé réttlætanleg í ljósi upplýsinganna sem þau veita og hvort þeir sem ábyrgð bera á slíkum leka séu glæpamenn eða hetjur ....

• The Fifth Estate er byggð á tveimur bókum, annars vegar bók Daniels Domscheit-Berg, Inside WikiLeaks: My Time with Julian Assange at the World’s Most Dangerous Website og hins vegar á bók þeirra Davids Lee og Luke Hardings, WikiLeaks: Inside Julian Assange’s War on Secrecy.

• Ísland og Íslendingar koma talsvert við sögu í The Fifth Estate sem er að hluta til tekin upp hér á landi. Reyndar er ein aðalpersóna myndarinnar þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir sem Carice van Houten leikur. Þess utan leikur Hera Hilmarsdóttir í myndinni og hermt er að Egill Helgason komi fram í henni sem hann sjálfur.