Gleymdist lykilorðið ?

About Time

Frumsýnd: 4.10.2013
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Gaman, Drama, Vísindaskáldskapur
Lengd: 2h 03 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
|

Kvöldið eftir annað misheppnað áramótapartí kemst Tim Lake (Domnhall Gleeson) að leyndarmáli: karlmennirnir í fjölskyldu hans geta ferðast um tímann! Tim getur þó ekki breytt gangi sögunnar, en hann getur breytt því sem hefur komið fyrir hann í eigin lífi og því sem mun koma fyrir hann í framtíðinni. Með þennan eiginleika að vopni ákveður hann að gera veröld sína aðeins skemmtilegri og finna sér kærustu, en Tim uppgötvar fljótlega að það er hægara sagt en gert!