Gleymdist lykilorðið ?

Furðufuglar

Frumsýnd: 1.11.2013
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Gaman, Teiknimynd
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Kalkúnninn Reggie hefur verið náðaður af forseta Bandaríkjanna og lifir þægilegu lífi í Camp David þar sem hann snæðir á pizzum og glápir á imbakassann. Kalkúnninn Jake er hins vegar formaður (og eini meðlimur) hreyfingar sem berst fyrir frelsi og réttindum kalkúna. Áður en langt um líður leiða þessir tveir ólíku kalkúnar saman hesta sína til að vinna að sameiginlegu markmiði: að ferðast aftur í tímann og breyta gangi sögunnar þannig að kalkúnar verði aldrei aftur á matseðlinum á Þakkargjörðardag!