Gleymdist lykilorðið ?

The Hunger Games: Catching Fire

Frumsýnd: 22.11.2013
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Lengd: 2h 26 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Katniss Everdeen og Peeta Mellark eru komin aftur heim eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum. Sigurvegarar Hungurleikanna þurfa að fara í svokallaða "Sigurferð," og því verða Katniss og Peeta að yfirgefa fjölskyldu sína og vini og fara í ferðalag til allra hverfanna í Panem. Á meðan á ferðalaginu stendur skynjar Katniss að uppreisn sé í uppsiglingu. Höfuðborgin ("The Capitol") situr þó enn við stjórnvölinn og Snow forseti er í óða önn að undirbúa Hungurleika sem gætu haft varanleg áhrif á framtíð Panem.