Gleymdist lykilorðið ?

Jónsi og Riddarareglan

Justin and the Knights of Valour, 2014

Frumsýnd: 31.1.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

JÓNSI OG RIDDARAREGLAN - ALLT FYRIR HEIÐURINN!

Jónsi og riddarareglan er teiknimynd um hinn unga Jónsa sem dreymir um að verða riddari en þarf fyrst að sanna að hann verðskuldi nafnbótina. Hér er á ferðinni litríkt og fyndið ævintýri sem gerist í ensku konungsdæmi einhvern tímann á miðöldum þar sem alvöru riddarar sem létu hjartað ráða hafa verið bannaðir en stétt valdamikilla lögmanna er komin í þeirra stað. Hjá þeim er engin riddaramennska viðhöfð heldur gilda eingöngu lög og strangar reglur við úrlausn mála.

Jónsi er ungur drengur sem dreymir um að gerast riddari sem berst við dreka, bjargar fögrum meyjum og ver konunginn fyrir óvinum ríkisins. Á þessa drauma vill faðir hans hins vegar ekki hlusta og krefst þess að Jónsi gerist lögmaður eins og hann. Sem betur fer er amma Jónsa skilningsríkari og hvetur hann til að sanna hvers hann er verðugur.

Svo fer að Jónsi ákveður að leggja af stað út í heim og finna sverð afa síns, en hann hafði einmitt verið einn af síðustu riddurunum. Leitin á síðan eftir að leiða hinn unga ofurhuga á ævintýralegar slóðir þar sem hann hittir bæði vini og óvini sem eru hver öðrum kostulegri ...

Íslenskar Raddir: Ævar Þór Benediktsson, Álfrún Helga Örnólfsson, Arnar Jónsson, Guðmyndur Ólafsson, Pálmi Gestsson, Steinn Ármann Magnússon og Þröstur Leó Gunnarsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson