
Maleficent
Frumsýnd:
4.6.2014
Dreifingaraðili:
SAMfilm
Tegund:
Drama, Hasar, Ævintýri
Lengd: 1h 37 min
Lengd: 1h 37 min
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 10 ára
Myndin er nefnd eftir aðalpersónunni, illu norninni Maleficent, sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á 16 ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Sagan segir að ástæðan fyrir því að Maleficent lagði þessi illu álög á Þyrnirós sé sú að hún hefði móðgast svo mjög þegar henni var ekki boðið að vera við skírn prinsessunnar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði í raun aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum en hefndina eina saman og að hún hefur líka góða ástæðu til að sjá eftir þeim ...
Leikstjóri:
Robert Stromberg