Gleymdist lykilorðið ?

Ævintýri Hr. Píbodys og Sérmanns

Mr. Peabody and Sherman, 2014

Frumsýnd: 7.3.2014
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 32 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Gáfaðasti hundur í heimi, Hr. Peabody, og hrekkjalómurinn Sherman nota tímavélina sína til að leita uppi hrikalegri ævintýri en nokkur drengur eða hundur gæti hugsað sér. Þegar Sherman stelst til þess að fara í skottúr á tímavélinni til að ganga í augun á Penny, vinkonu sinni, slysast hann til að gera gat á alheiminn. Þannig tekst honum að rústa mikilvægustu atburðum veraldarsögunnar. En áður en fortíð, nútíð og framtíð breytast að eilífu kemur Hr. Peabody til bjargar og neyðist um leið til að standa frammi fyrir mestu áskorun allra tíma: að standa sig í foreldrahlutverkinu. Hr. Peabody, Sherman og Penny setja saman mark sitt á sögu heimsins.

Leikstjóri: Rob Minkoff