Gleymdist lykilorðið ?

Brúðkaup Fígarós (Mozart)

Le Nozze Di Figaro, 2014

Frumsýnd: 18.10.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 52 min
Aldurstakmark: Unrated
|

James Levine, listrænn stjórnandi Metropolitan, stjórnar hljómsveitinni í þessari kraftmiklu nýju uppfærslu á meistaraverki Mozarts, en Richard Eyre sér um leikstjórnina. Hér eru atburðir klassísku gamanóperunnar fluttir fram til þriðja áratugar tuttugustu aldar í Sevilla. Bassabarítónsöngvarinn Ildar Abdrazakov fer fyrir fríðum hópi söngvara í aðalhlutverkinu, Marlis Petersen leikur brúði hans, Peter Mattei leikur daðurgjarna greifann, Marina Poplavskaya leikur greifynjuna og Isabel Leonard leikur lostafulla vikapiltinn Cherubino.