Gleymdist lykilorðið ?

Ævintýri Hoffmans (Offenbach)

Les contes d'Hoffmann, 2015

Frumsýnd: 31.1.2015
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 46 min
Aldurstakmark: Unrated
|

Stórglæsilegi tenórinn Vittorio Grigolo fer með hlutverk þjakaða skáldsins og ævintýramannsins Hoffmanns í meistaraverki Offenbachs. Uppsetning Metropolitan er mikið stórvirki og einstakt sjónarspil. Sópransöngkonan Hibla Gerzmava ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur tekur að sér öll þrjú aðalkvenhlutverkin, en hvert um sig er holdtekja einhverrar löngunar Hoffmanns. Thomas Hampson leikur skuggalegu þorparana fjóra og Yves Abel stýrir hljómsveitinni í gegnum leiftrandi tónlistina.