IOLANTA (Tchaikovsky) / Kastali Bláskeggs (Bartók)
IOLANTA (Tchaikovsky) / DUKE BLUEBEARD’S CASTLE (Bartók), 2015
Lengd: 3h 39 min
Eftir glæsilega frammistöðu í Eugene Onegin fyrir Metropolitan tekur Anna Netrebko að sér hlutverk annarrar kvenhetju Tsjaíkovskíjs í fyrri óperunni af tveimur þetta kvöld, en það er heillandi ævintýrið Iolanta. Í kjölfarið verður fluttur erótíski sálfræðitryllirinn Duke Bluebeard‘s Castle. Netrebko fer með hlutverk fagrar, blindrar stúlku sem á sín fyrstu kynni af ástinni í Iolanta, en Nadja Michael fer með hlutverk fórnarlambs Bláskeggs hertoga, í túlkun Mikhails Petrenko. Valery Gergiev stjórnar hljómsveitinni í hvorri tveggja óperunni og Mariusz Trelinski leikstýrir, en uppfærslurnar eru undir miklum áhrifum frá klassískum rökkurmyndum fimmta áratugarins. Piotr Beczala fer með hitt aðalhlutverkið í Iolanta.