Gleymdist lykilorðið ?

The Amazing Spider-Man 2

Frumsýnd: 25.4.2014
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Lengd: 2h 22 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Í The Amazing Spider-Man 2, á Peter Parker annríkt eins og fyrri daginn, á milli þess sem hann berst við illmenni í búningi Köngulóarmannsins og eyðir tíma með kærustunni, Gwen, þá líður að útskrift úr menntaskóla. Peter er ekki búinn að gleyma loforðinu sem hann gaf föður Gwen um að vernda hana með því að halda sig fjarri henni - en það er loforð sem hann einfaldlega getur ekki staðið við. Hlutirnir breytast fyrir Peter þegar nýr þorpari, Electro, leikinn af Jamie Foxx, kemur fram á sjónarsviðið, ásamt því sem hinn gamli vinur hans Harry Osborn, sem Dane DeHaan leikur, snýr aftur. Auk þess koma í ljós nýjar upplýsingar úr fortíð Peters.