Gleymdist lykilorðið ?

Vonarstræti

Frumsýnd: 16.5.2014
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Drama
Lengd: 2h 05 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta. Móri (Þorsteinn Bachmann) er rithöfundur og bóhem sem finnur hvergi frið fyrir óbærilegum minningum annars staðar en á botni flöskunnar. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er leikskólakennari sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er fyrrum fótboltastjarna sem verður að hætta að spila vegna meiðsla og er nú á hraðri uppleið í vafasömum banka. Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn. Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst. Handritið skrifuðu þeir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z, sem einnig leikstýrði myndinni. Baldvin hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndinni Órói sem hlaut stórgóðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda.