Prúðuleikararnir 2
Lengd: 1h 52 min
Snjallasti skartgripaþjófur í heimi gengur laus og á flótta undan vörðum laganna fær hann þá snilldarhugmynd að koma sökinni yfir á Kermit, enda líta þeir alveg eins út.
Prúðuleikararnir eru mættir aftur og eru í þetta sinn staddir í Evrópu á annasömu sýningarferðalagi þar sem þeir troða upp fyrir fullu húsi í frægum leikhúsum, m.a. í London, Berlín og Madrid. Eins og jafnan gengur mikið á hjá leikhópnum og Kermit froskur má hafa sig allan við að stýra hlutunum í rétta átt um leið og hann glímir við persónuleg vandamál sem tengjast flest Svínku.
Á sama tíma gengur skartgripaþjófurinn Constantine laus, en hann lítur nokkurn veginn nákvæmlega út eins og Kermit. Þegar Constantine uppgötvar þetta fær hann þá snjöllu hugmynd að villa á sér heimildir, láta laganna verði halda að Kermit sé hann og þykjast sjálfur vera Kermit. Til að koma þessari útsmognu áætlun í framkvæmd sendir hann aðstoðarmann sinn, hinn slóttuga Dominic Badguy, til að leiða Kermit í gildruna sem á síðan eftir að heppnast fullkomlega.
En þó að Constantine líti út eins og Kermit þá á hann við þann veikleika að stríða að hann talar ensku með erlendum hreim og því fer ýmsa fljótlega að gruna að hér sé ekki allt með felldu ...