Gleymdist lykilorðið ?

Chef

Frumsýnd: 18.7.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 54 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Jon Favreau leikur hér kokkinn Carl Casper sem er ósáttur við að þurfa að elda mat eftir dyntum annarra og bregður ítrekað út af hefðbundnum matseðli vinnuveitanda síns. Við það er vinnuveitandinn ósáttur og dag einn sýður upp úr í orðsins fyllstu merkingu og Carl er rekinn. Hann bregður þá á það ráð að stofna sína eigin matsölu í gömlum húsbíl og fær í lið með sér fjölskyldu og vini sem elska matargerð hans.

Í aðalhlutverkum fyrir utan Jon Favreau er heill her úrvalsleikara, þ. á m. þau Dustin Hoffman, John Leguizamo, Scarlett Johansson, Robert Downey Jr., Sofía Vergara, Oliver Platt og Bobby Cannavale.