Gleymdist lykilorðið ?

Cinderella

Frumsýnd: 13.3.2015
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Ævintýri, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 53 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

ATH: Myndirnar eru sýndar með ensku tali, íslenskum texta

Myndin er byggð á sögu Charles Perrault og segir frá því þegar líf Ellu breytist skyndilega þegar hún lendir undir náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar þegar faðir hennar fellur frá. Þó að illa sé farið með hana á heimilinu, þá er hún ákveðin í að virða hinstu ósk móður sinnar og "vera hugrökk og góð". Síðan birtist myndarlegur ókunnugur karlmaður sem hún hittir úti í skógi, sem gæti verið prins (hann er auðvitað prins) og ýmislegt spennandi fer að gerast í kjölfarið.

Stuttmyndin Frozen Fever verður sýnd á undan en hún segir frá því þegar þau Kristoff, Elsa, hreindýrið og Ólafur snjókarl leggja á ráðin um að koma Önnu á óvart með glæsilegri veislu í tilefni af nítján ára afmæli hennar.