Gleymdist lykilorðið ?

Grafir og Bein

Frumsýnd: 31.10.2014
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Spenna
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Hjónin Gunnar og Sonja höfðu allt. Peninga, ást og gullfallega dóttur. En þegar dóttir þeirra Dagbjört deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Til að bæta gráu ofan á svart þá er Gunnar í miðjum réttarhöldum útaf ólöglegum kaupum og lánveitingum sem áttu sér stað í góðærinu. Þegar Sigurður bróðir Gunnars og konan hans látast ákveða þau að taka dóttir þeirra hana Perlu í fóstur. Gunnar og Sonja leggja í leiðangur að sækja stelpuna sem er stödd í afskektu húsi Sigurðar. Þegar komið er í húsið fara undarlegir hlutir að gerast. Perla virðist hafa þau áhrif á Sonju að hún vilji setjast að í húsinu á meðan að Gunnar hreinlega getur ekki verið þarna. Svefnlausar nætur, dularfullt fólk sem heimsækir þau og ótrúlegir hlutir sem þau upplifa í veru sinni í húsinu sem er reimt. Það er því spurning hvort Gunnari takist að halda út þessa löngu helgi sem þau eru í húsinu eða missir hann vitið? Er Gunnar allur sem hann er séður eða kemur sannleikurinn upp á yfirborðið?