Gleymdist lykilorðið ?

The Divergent Series: Insurgent

Frumsýnd: 20.3.2015
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Rómantík
Lengd: 1h 59 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Eftir að hafa misst foreldra sína en um leið bjargað mörgum af félögum sínum frá bráðum bana flýr Tris ásamt Caleb, Fjarka og fleirum yfir á svæði hinna friðsömu þar sem þau þurfa að ákveða næsta leik. Þannig hefst annar kafli sögunnar um Beatrice „Tris“ Prior í Chicago-borg framtíðarinnar þegar borginni hefur verið skipt í fimm fylki sem hvert um sig tilheyrir ákveðnum hópum. Fylkin nefnast Samlyndi, sem tilheyrir hinum friðsömu, Bersögli, sem tilheyrir hinum hreinskilnu, Ósérplægni, þar sem hinir óeigingjörnu halda sig, Hugprýði sem tilheyrir þeim hugrökku og Fjölvísi sem tilheyrir þeim sem meta viskuna mest af öllu. Þegar íbúar fylkjanna ná sextán ára aldri þurfa þeir hver fyrir sig að velja endanlega hvaða fylki þeir vilja tilheyra, og þá hvaða hóp, en val þeirra er óendurkræft og verður ekki breytt. Til að aðstoða unglingana við valið eru þeir sendir í sérstakt próf, en niðurstaða þess gefur vísbendingu um hvaða fylki þeir ættu að velja þótt valið sé endanlega á valdi hvers og eins. Þegar Tris fór í gegnum prófið kom í ljós að hún var það sem kallast „afbrigði“, en svo nefnast þeir sem prófið leiðir í ljós að tilheyra fleiri fylkjum en einu. Afbrigðin eru hins vegar eitur í beinum Jeanine, leiðtoga hinna fjölvísu, sem hefur ákveðið að útrýma þeim fyrir fullt og allt...