Gleymdist lykilorðið ?

The Wedding Ringer

Frumsýnd: 16.1.2015
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 41 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Doug Harris er að fara að gifta sig, en er í svolítilli klemmu því hann á nánast enga vini. Til að bjarga sér fyrir horn og reyna að forðast að verða sér til skammar leitar hann á náðir Jimmys Callahan, sem rekur fyrirtækið Best Man Inc., og sérhæfir sig í að verða vinalausum mönnum úti um þykjustuvini. Þannig sér Doug fyrir sér að slá ryki í augun á tengdafjölskyldunni og koma fyrir sem vinsæll og dáður drengur. Sjálfum þykir honum mesta furða að draumastúlkan hans, Gretchen, hafi yfir höfuð játast honum. Þar sem Josh á enga vini óttast hann ekkert frekar en að tilvonandi tengdaforeldrum hans lítist ekkert á hann í væntanlegu brúðkaupi þeirra Gretchen. Hann leitar því á náðir Jimmys um að mæta í brúðkaupið sem svaramaður hans og besti vinur og helst að redda fleiri mönnum í vinahópinn. Og Jimmy tekur áskoruninni...