Gleymdist lykilorðið ?

Tannhäuser

Frumsýnd: 31.10.2015
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 4h 31 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

James Levine stýrir meistaraverki Wagners sem hefur ekki verið sett á svið hjá Met í rúman áratug. Einn helsti Wagner-tenór heims í dag, Johan Botha, tekur að sér titilhlutverk riddarans unga sem kastast á milli ástar og ástríðu. Sópransöngkonan Eva-Maria Westbroek fer með hlutverk Elísabetar og bætir annarri fjöður í Wagner-hattinn sinn í kjölfar glæsilegrar frammistöðu í Niflungahringnum fyrir nokkrum árum. Peter Mattei fylgir eftir leiksigri sínum í Parsifal með hlutverki Wolframs og Michelle DeYoung messósópran leikur ástargyðjuna Venus.