Gleymdist lykilorðið ?

Les Pêcheurs De Perles

Frumsýnd: 16.1.2016
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 2h 54 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Þessi stórkostlega ópera Bizets um losta og þrá í Austurlöndum fjær kemst nú aftur á fjalirnar hjá Met eftir aldarlanga hvíld. Sópransöngkonan Diana Damrau fer með hlutverk Leïlu, fallegu hofgyðjunnar sem þarf að horfa upp á tvo perlukafara keppa um hylli hennar. Hlutverk biðlanna tveggja eru í höndum tenórsins Matthews Polenzani og barítónsins Mariusz Kwiecien, en þeir syngja saman dúettinn fræga ,,Au fond du temple saint“. Leikstjórinn Penny Woolcock kannar hér sígild þemu sannrar ástar, svika og hefnda í uppsetningu sem fangar neðansjávarheiminn ljóslifandi á sviði Met. Hljómsveitarstjórinn Gianandrea Noseda færir tónlistinni rómantískan blæ.