Zoolander 2
Lengd: 1h 40 min
Það eru liðin fimmtán ár frá því að fyrirsæturnar Derek og Hansel voru upp á sitt besta í bransanum enda hefur eftirspurn eftir kröftum þeirra farið síminnkandi með hverju árinu um leið og aðrir hafa tekið við keflinu. Þetta hefur að sjálfsögðu verið dapurleg þróun en þegar alríkislögreglukonan Valentina biður þá félaga að aðstoða sig við að hafa uppi á morðingja sem hefur að undanförnu verið að kála þekktu tónlistarfólki fá þeir a.m.k. eitthvað að gera. Á sama tíma sleppur hinn öskureiði og ofsafengni Jacobim Mugatu úr fangelsi, ákveðinn í að hafa uppi á Derek sem eyðilagði líf hans í fyrri myndinni, algjörlega staðráðinn í að senda hann yfir móðuna miklu í eitt skipti fyrir öll – hvað sem það kann að kosta...